Ramsay snæddi samkvæmt upplýsingum fréttastofu á veitingastaðnum Nebraska á Barónstíg í gærkvöldi og lét vel af málsverðinum. Þá sást til Ramsay á Edition-hótelinu í gær. Kokkurinn var eitthvað utan við sig og gekk á íslenska konu sem var mætt með manni sínum til að skála fyrir lífinu.
Ramsay var hinn kurteisasti, bað konuna afsökunar á árekstrinum og allir skildu sáttir.
Ramsay hefur verið fastagestur á Íslandi undanfarinn áratug og vanið komur sínar hingað á sumrin. Hann er mikill áhugamaður um laxveiði og ekki ólíklegt að veiði sé á dagskrá hjá kappanum.