„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 13:56 Olsen systurnar árið 2016, tíu árum eftir að þær stofnuðu tískumerkið The Row. EPA/JUSTIN LANE Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row.
Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira