Erlent

Skógar­eldar í Jasper-þjóðgarðinum dreifast í byggð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bílaröð myndaðist þegar íbúar Jasper rýmdu bæinn. 
Bílaröð myndaðist þegar íbúar Jasper rýmdu bæinn.  AP

Byggingar í ferðamannabænum Jasper í Kanada standa í ljósum logum eftir að skógareldar sem kviknuðu í samnefndum þjóðgarði dreifðust yfir í byggð. Um 25 þúsund manns hafa rýmt bæinn vegna eldanna. 

Í frétt BBC kemur fram að eldarnir hafi kviknað eftir að eldingum sló niður í þrumuveðri. Á einni viku hafi meira en 58 þúsund eldingum slegið niður á svæðinu, og þær valdið skógareldum á mörgum stöðum. Hitabylgja reið yfir Kanada í júní og júlí og koma eldarnir í kjölfar þeirra. Tilkynnt hefur verið um meira en 400 tilfelli skógarelda í Alberta og bresku-Kólumbíu. 

Eldarnir hafa valdið gríðarmiklu tjóni á svæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu á X-síðu þjóðgarðsins.

Um 1900 slökkviliðsmenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana með liðsauka frá Alaska og Ástralíu. Unnið er að því að bjarga þeim innviðum frá eldunum sem hægt er að bjarga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×