„Þurfum að grípa inn í ekki seinna en strax“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2024 21:05 Steinunn Þórðardóttir segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður læknafélags Íslands segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Það er að segja, lokaspretturinn er lengri en ekkert þægilegri. Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira