Erlent

Trump veltir fyrir sér mögu­leikanum á því að vera myrtur af Írönum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Donald Trump myndi vilja sjá Bandaríkjamenn hefna sín yrði hann tekinn af lífi af Írönskum stjórnvöldum.
Donald Trump myndi vilja sjá Bandaríkjamenn hefna sín yrði hann tekinn af lífi af Írönskum stjórnvöldum. EPA

Donald Trump segir að það sé möguleg sviðsmynd að hann verði sjálfur myrtur af Írönum. Ef það gerist vonast hann til að Bandaríkin „þurrki út“ Íran.

„Ef þeir „taka Trump forseta af lífi“, sem er alltaf möguleiki, þá vona ég að Bandaríkin leggi Íran í rúst, afmái það af jörðinni. Ef það myndi ekki gerast væru bandarískir ráðamenn álitnir sem „huglausar“ bleiður,“ segir í færslu sem Trump birti á eigin samfélagsmiðli, Truth Social.

Samhliða þessari hugleiðingu birtir hann myndbandsstúf úr ávarpi Benjamíns Nethanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til Bandaríkjaþings frá því í gær. Í myndbandinu minnist Nethanyahu á fregnir um að ráðamenn í Íran hafi verið með ráðabrugg um að ráða Trump af dögum.

Í síðustu vikum var fjallað um umrætt samsæri sem er ótengt morðtilræðinu á dögunum þegar Trump var skotinn í eyrað.

Fram kom að bandarísk stjórnvöld hafi komist á snoðir um þessa áætlun Írana og lífvarðasveit hans hafi í kjölfarið aukið viðbúnað sinn í kringum Trump.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×