Fótbolti

Sjáðu mörkin úr leikjum ís­lensku liðanna í Sambandsdeildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Evrópu-Emil var á skotskónum í gær líkt og síðast. 
Evrópu-Emil var á skotskónum í gær líkt og síðast.  vísir / pawel

Fjórir leikir fóru fram hér á landi í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Stjarnan var eina liðið sem vann sinn leik, Breiðablik og Víkingur töpuðu en Valur gerði markalaust jafntefli. Öll mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. 

Stjarnan-Paide 2-1

Stjarnan vann eistneska liðið Paide Linnameeskond, Emil Atlason gerði bæði mörk heimamanna. Patrik Kristal skoraði af vítapunktinum fyrir Paide.

Klippa: Stjarnan-Paide 2-1

Breiðablik-Drita 1-2

Breiðablik tapaði fyrir Drita. Gestirnir komust yfir strax á 4. mínútu og bættu öðru marki við fljótlega. Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði svo muninn í seinni hálfleik.

Klippa: Breiðablik-Drita 1-2

Víkingur-Egnatia 0-1

Víkingur tapaði fyrir Egnatia. Markið kom eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum sem Ingvar Jónsson réði illa við og missti í netið.

Klippa: Víkingur-Egnatia 0-1

Valur-St. Mirren 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×