Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 15:13 Hægra megin er Ármúlahúsnæðið eins og það lítur út í dag. Unnið verður að því næstu tvær vikurnar að standsetja húsið fyrir leikskólastarfsemi. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01