Fyrsta lagið sem Nýdönsk gefur út í þrjú ár Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 11:56 Nýdönsk hefur gefið út nýtt lag í fyrsta skipti í þrjú ár. Von er á nýrri plötu á næstu mánuðum. Nýdönsk Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Fullkomið farartæki en von er á nýrri hljómplötu frá sveitinni á næstu mánuðum. Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri. Tónlist Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri.
Tónlist Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira