Tónlist

Nýtur lífsins á­hyggju­laus í áhrifavaldaferð í Króatíu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, er staddur í Króatíu ásamt hópi annarra áhrifavalda á borð við Sunnevu Einars. Lil Curly var að gefa út lagið Ekki hafa áhyggjur.
Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, er staddur í Króatíu ásamt hópi annarra áhrifavalda á borð við Sunnevu Einars. Lil Curly var að gefa út lagið Ekki hafa áhyggjur. Aðsend

„Þetta snýst um að hafa ekki áhyggjur, þetta græjast,“ segir áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti, jafnan þekktur sem Lil Curly. Hann var að senda frá sér lagið Ekki hafa áhyggjur og nýtur sömuleiðis lífsins áhyggjulaus í hópi íslenskra stjarna í Króatíu um þessar mundir.

Með honum á laginu er fótboltakappinn og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, betur þekktur sem Luigi. Hér má hlusta á lagið:

„Þegar allt kemur til alls erum við með sama hugarfarið. Sama hvað gerist þá hugsum við öll: Ekki hafa áhyggjur, þetta græjast.

Það verður drama og ég mun hætta að svara en ekki hafa áhyggjur, það verður gaman og við erum öll saman,“ segir Arnar Gauti og vísar í texta lagsins.

@lilcurlyhaha

Ekki Hafa áhyggjur ft. Luigi out now

♬ original sound - LIL CURLY

Með honum í ferðinni eru áhrifavaldastjörnur á borð við Sunnevu Einarsdóttur, Söru Jasmín, Tönju Ýr, Brynhildi Gunnlaugsdóttur, Brynju Bjarnadóttur sem er góð vinkona Arnars og svo lengi mætti telja. 

Brynja Bjarna í bol með áletrun lagsins Ekki hafa áhyggjur.Aðsend

Sömuleiðis eru þarna tónlistarmaðurinn Egill Breki, Jakob Jóhann og fleiri og Arnar Dór Ólafsson er með í för að taka upp allt efni af þeim úti sem verður meðal annars nýtt í auglýsingar og samfélagsmiðla.

„Lagið snýst um að njóta og að öllum líði vel. Það á engum að líða illa, þitt fólk passar upp á þig og þú passar upp á þau. Njótum öll saman,“ segir Arnar Gauti og bætir við:

„Við verðum hér í viku í risa villu í Króatíu. Hér er sundlaug, rækt, tvær saunur og alls konar snilld.“

Krakkarnir eru öll saman að njóta úti á milli þess sem þau taka upp auglýsingaefni fyrir samfélagsmiðla.Aðsend

Hann hefur sömuleiðis verið duglegur að sýna frá ferðinni á Instagram hjá sér og deildi meðal annars þessum TikTok dansi við nýja lagið:

Hér má hlusta á Curly á streymisveitunni Spotify. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×