Formúla 1

Ver­stappen færður aftur um tíu sæti í ræsingu

Siggeir Ævarsson skrifar
Max Verstappen fyrir kappaksturinn í Austurríki 30. júní
Max Verstappen fyrir kappaksturinn í Austurríki 30. júní Vísir/EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Max Verstappen, stendur í stappi þessa dagana. Hann mun ekki vera á ráspól á sunnudaginn, jafnvel þó hann verði fljótastur í tímatökum þar hann hefur skipt of oft um vél.

Red Bull liðið hefur verið að gera allskonar breytingar og fínstillingar á vélum sínum þetta tímabilið en alls má hver ökumaður alls nota fjórar vélar áður en til refsingar kemur.

Vélarskiptin lágu í loftinu eftir að vélin bilaði hjá Verstappen í Kanada kappakstrinum í byrjun júní. Það var í raun taktísk ákvörðun hjá liðinu að gera skiptin núna þar sem Spa-Francorchamps brautin í Belgíu þykir ein sú besta þegar kemur að framúrakstri.

Verstappen er ekki ókunnur þeim aðstæðum en í 2022 ræsti hann 15. og skaut sér síðan fram úr öllum.

Keppnin í Belgíu fer fram á sunnudaginn. Fyrstu tvær æfingarnar eru að baki og náði Verstappen bestum tíma allra á fyrri æfingunni, hann var svo sekúndubrotum á eftir ökumönnum McLaren á seinni æfingunni, svo það má reikna með að hann verði ekki lengi í því sæti sem hann ræsir úr á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×