Sport

Mis­mikið um dýrðir á setningar­há­tíð Ólympíu­leikanna

Siggeir Ævarsson skrifar
Hátíðarhöldin enduðu við Eiffel turninn með mikilli viðhöfn
Hátíðarhöldin enduðu við Eiffel turninn með mikilli viðhöfn vísir/Getty

Ólympíuleikarnir í París voru formlega settir í kvöld við hátíðlega setningarathöfn. Athöfnin fer alla jafna fram á Ólympíuleikvangi en brugðið var út af vananum í ár og er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á ágæti hátíðarinnar að þessu sinni.

Keppendur á leikunum sigldu á bátum á ánni Signu þar sem áhorfendur fylgdust með af bakkanum í töluverðri rigningu. Lokahnykkur var svo við Eiffel turninn þar sem boðið var upp á mikið sjónarspil.

Mörgum netverjum þótti athöfnin í lengri lagi og jafnvel í leiðinlegri kantinum en þeir sem fylgdust með til enda fengu að sjá Ólympíufánann fara á loft á hvolfi.

Ein stærsta stjarna kvöldsins, að íþróttafólkinu frátöldu, var Lady Gaga sem steig á stokk í upphafi athafnarinnar og tryllti lýðinn eins og henni einni er lagið. Hér að neðan átti að vera myndband af atriðinu hennar en öllum upptökum var kippt af Twitter á örskotsstundu.

Glöggur netverji og harður aðdáandi Lady Gaga benti á að hún væri mögulega að brjóta blað í sögu Ólympíuleikanna.

Að öllu gamni slepptu þá var sannarlega blað brotið í sögu Ólympíuleikanna í kvöld, þegar tennisstjarnan Coco Gauff varð yngsti fánaberi í sögu Bandaríkjanna og þá varð LeBron James fyrsti karlkyns körfuboltaleikmaðurinn frá Bandaríkjum til að fá hlutverk fánabera.

Heimamenn buðu einnig upp á tónlistaratriði en franska þungarokkssveitin Gojira steig á stokk og gaf engan afslátt.

Af öllum atriðum kvöldsins var þó ekkert sem ruglaði netverja jafn mikið í ríminu og „Æðstistrumpur“ en miðað við umræðuna á Twitter virðast Bandaríkjamenn ekki hafa fengið að njóta hans þar sem NBC ritskoðaði útsendinguna.

Sumir munu alltaf væla yfir breytingum en það voru ófá tvít í kvöld eins og þetta, sem kvörtuðu yfir að setningarhátíðin í kvöld hefði einfaldlega verið leiðinleg.

Henry Birgir tók í svipaðan streng.

En hvað sem allri neikvæðni líður þá voru fáir sem kvörtuðu þegar Rafa Nadal tók við Ólympíueldinum úr hendi Zinedine Zidane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×