FBI dregur forstjórann í land og staðfestir að Trump hafi orðið fyrir byssukúlu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 10:47 Donald Trump var fylgt af sviðinu eftir árásina í Butler í Pennsylvaníu þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Gene J. Puskar Bandaríska alríkislögreglan (FBI) staðfestir að það hafi verið byssukúla sem hæfði eyra Donalds Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrir um tveimur vikum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar óljósra frásagna um það hvað olli sárum hans þegar byssumaður hóf skothríð þann 13. júlí. „Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
„Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira