Skipuleggjendur Druslugöngunnar þurftu fljótlega að loka fyrir innsendingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2024 11:30 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er ein af skipuleggjendum göngunnar sem er nú haldin í tólfta skipti. Aðsend Gríðarlegur fjöldi fólks sendi skipuleggjendum Druslugöngunnar upplifun sína af kynferðisofbeldi og verða setningar frá þeim lesnar á Austurvelli í dag þegar gangan verður haldin. Skipuleggjandi segir algengt að þolendur séu einmana og mikilvægt að skila skömminni og ræða um ofbeldið. Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“ Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Druslugangan sem verður haldin í tólfta skipti í dag er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar segir að dagskráin í dag verði fjölbreytt. „Við mætum klukkan eitt við Hallgrímskirkju, þar verður varningssala og skiltagerð. Við byrjum að ganga klukkan tvö frá Hallgrímskirkju og endum á Austurvelli. Þar taka við ræðuhöld og lifandi tónlist.“ Sögur flæddu inn Lísa segir að skipuleggjendur hafi boðið fólki að senda inn upplifanir sínar af kynferðisofbeldi. „Við buðum fólki að skrifa frá sér skömmina, nafnlaust að sjálfsögðu, og við munum lesa setningar frá þolendum.“ Þau hafi fengið gríðarmikil viðbrögð við ákallinu. „Við þurftum að loka fyrir innsendingar innan við sólarhring síðar. Okkur fannst mikilvægt að reyna að koma öllu fyrir sem við fengum því við vildum ekki biðja fólk um að skila einhverju frá sér og hafa svo ekki tök á að lesa það. Þannig við ætlum að lesa allt sem barst okkur.“ Mikilvægt að sem flest mæti Lísa segir að viss rauður þráður einkenni frásagnir þolenda. „Það er oft svo einmanalegt að vera þolandi. Okkur fannst það svolítið einkennandi fyrir svörin og mörg sem þurftu líka að tala um hvernig réttarkerfið hafði brugðist þeim.“ Lísa hvetur fólk til að mæta í dag. „Ég vil ítreka að það mega öll koma á gönguna. Fólk sem hefur kannski upplifað eitthvað sjálft og ekki þorað að segja neitt eða bara fólk sem vill sýna málstaðnum stuðning. Mér finnst rosalega mikilvægt að við mætum sem flest.“
Druslugangan Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira