Erlent

Börn stærsti hluti látinna eftir á­rás á skóla

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Samkvæmt myndefni sem tekið var upp eftir árásina voru börn leiðandi hluti hinna látnu. 
Samkvæmt myndefni sem tekið var upp eftir árásina voru börn leiðandi hluti hinna látnu.  AP

Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn.

Herinn fyrirskipaði í morgun rýmingu á hluta Gasa sem skilgreint er sem mannúðarsvæði. Talsmaður hersins sagði árás fyrirhugaða gegn vígamönnum Hamas en þúsundir hafa leitað skjóls í tjöldum á svæðinu.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem herinn skipar Palestínumönnum að yfirgefa svæðið. Á mánudaginn fyrirskipaði Ísraelsher rýmingu þar sem talsmaður hans sagði nauðsynlegt að ná Hamas liðum sem noti svæðið til að skjóta eldflaugum yfir til Ísraels.

Í yfirlýsingu frá Ísraelsher á Telegram kemur fram að í skólanum hafi stjórnstöð á vegum Hamas verið starfrækt og Hamas-liðar hefðu notað hann sem felustað og geymslu undir vopn. 

Í myndefni sem tekið var upp á svæðinu eftir árásina má sjá að stærsti hluti þeirra sem létust hafi verið börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×