Sport

Baulað á nauðgarann Van de Veld­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fær að keppa á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að vera dæmdur nauðgari.
Fær að keppa á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að vera dæmdur nauðgari. Marcus Brandt/Getty Images

Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu.

Árið 2016 var Velde dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgunina en sneri til baka í strandblak eftir það og vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París í ár.

Velde og félagi hans Matthew Immers eru í 10. sæti á heimslistanum í strandblaki. Þeir töpuðu 2-1 fyrir Alex Ranghieri og Adrian Carambula frá Ítalíu.

Þegar liðin voru kynnt til leiks mátti heyra áhorfendur baula þegar nafn hins 29 ára gamla Velde var lesið upp. Allir leikmenn tókust í hendur fyrir leik.

Áður en leikarnir voru settir fór af stað undirskriftasöfnun sem kallaði eftir því að Velde yrði ekki leyft að keppa á leikunum. Alls söfnuðust 90 þúsund undirskriftir.

BBC, breska ríkisútvarpið, greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×