Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 14:45 Fólkið festi bílinn í Jökulgilskvísl á Fjallabaksleið nyrðri. Það er ekki ólíklegt að þau hafi ætlað að fara hjáleið vegna lokunarinnar á hringveginum. Landsbjörg Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg
Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira