Fótbolti

Tottenham sækir annan Kóreumann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Yang Min-Hyuk mun leika mað Tottenham frá og með janúar á næsta ári.
Yang Min-Hyuk mun leika mað Tottenham frá og með janúar á næsta ári. Amphol Thongmueangluang/SOPA Images/LightRocket via Getty Images

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við kóreska liðið Gangwon FC um kaupin á Yang Min-hyuk.

Yang, sem er 18 ára gamall vængmaður, gengur í raðir Tottenham í janúar á næsta ári og mun samningur hans gilda til ársins 2030.

Yang á að baki 23 leiki fyrir yngri landslið Suður-Kóreu og hefur skorað átta mörk í 25 leikjum fyrir Gangwon FC. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í mars á þessu ári og varð þar með yngsti markaskorari kóresku deildarinnar síðan árið 2013.

Hann verður þriðji Kóreumaðurinn til að spila fyrir Tottenham. Lee Young-pyo lék fyrir liðið á árunum 2005-2008 og Son Heung-min, sem níu sinnum hefur verið valinn besti knattspyrnumaður Asíu, er núverandi fyrirliði liðsins.


Tengdar fréttir

Tottenham að fá landa Sons

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að suður-kóreski fótboltamaðurinn Yang Min-hyuk gangi í raðir Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×