Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 07:45 Maduro, sem er lærisveinn Hugo Chávez, virðist hafa tryggt sér sex ár til viðbótar á forsetastóli. AP/Fernando Vergara Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. „Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Venesúela Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Venesúela Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira