Innlent

Bíla­kaup verðandi for­seta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörinn í samræmi við reglur fyrirtækisins.

Við rýnum í málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. Rætt verður við yfirverkstjóra Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal og staðan tekin. 

Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að Mýrdalsjökull sé tekinn að jafna sig eftir hlaup. Enn er mikið vatn í ám þar sem ferðafólk hefur lent í vandræðum, þrátt fyrir að dregið hafi úr úrkomu. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir frá því helsta. 

Það stefnir í einn besta dag sumarsins í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Enn önnur lægðin er við landið og veldur rigningu og hlýjum blæstri um næstu helgi. Rýnt verður í verslóveðrið í hádegisfréttum. 

Að loknum fréttum segir Valur Páll Eiríksson frá því helsta í íþróttaheiminum. 

Hádegisfréttir á Bylgjunni á slaginu tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 29. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×