Sport

Greindist með kórónu­veiruna degi eftir að vinna til silfur­verð­launa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Silfurverðlaun í gær, Covid-19 í dag.
Silfurverðlaun í gær, Covid-19 í dag. Maddie Meyer/Getty Images

Hinn breski Adam Peaty vann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í gær, sunnudag. Í dag, mánudag, greindist hann svo með Covid-19.

Hinn 29 ára gamli Peaty var tveimur hundraðshlutum úr sekúndu frá því að vinna þriðju gullverðlaunin í röð. Að sundinu loknu sagðist Peaty vera heldur slappur og „með eitthvað í hálsinum.“

Í yfirlýsingu frá breska teyminu fyrr í dag segir að ástand hans hafi versnað til muna í nótt og nú hefur hann verið greindur með kórónuveiruna.

Ólíkt Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir fjórum árum þá er ekkert regluverk sem gæti komið í veg fyrir að Peaty haldi áfram keppni á leikunum. Hann er hluti af boðsundssveit Bretlands og vonast til að geta keppt í þeirri grein þegar þar að kemur.

„Eins og með öll önnur veikindi þá er tekið á þeim á viðeigandi hátt til að koma í veg fyrir að þau dreifi úr sér innan hópsins,“ sagði einnig í yfirlýsingu breska teymisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×