Stjórnarandstaðan undir forystu Mariu Corinu Machado sakar yfirvöld um kosningasvindl en meðlimum hennar var til að mynda meinaður aðgangur að höfuðstöðvum kjörstjórnar.
Machado fullyrðir að samkvæmt gögnum stjórnarandstöðunnar hafi Edmundo Gonzalez, mótframbjóðandi Maduros, sigrað kosningarnar með sjötíu prósent atkvæða gegn þrjátíu prósentum.
Í gærkvöldi hvatti hún Venesúelamenn, á samfélagsmiðlinum X, til þess að fjölmenna á götum úti í dag og sýna fram á vilja þjóðarinnar til þess að hvert atkvæði yrði látið telja og sannleikurinn varinn. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að viðbúnaðar lögreglu og hers sé töluverður um allt Venesúela. Lögregla beiti táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur á götum Karakas, höfuðborg landsins.
Venesúelsku mannréttindasamtökin Foro Penal fullyrða að einn hið minnsta hafi þegar látið lífið í mótmælunum.
#29Jul Reporte 9PM @foropenal. Al menos 1 persona asesinada en Yaracuy y 46 personas detenidas por eventos postelectorales:
— Foro Penal (@ForoPenal) July 30, 2024
17 Barinas
10 Anzoátegui
6 Distrito Capital
6 Aragua
3 Zulia
2 Carabobo
1 Miranda
1 Mérida