Bjart á að vera um landið suðaustanvert og hiti gæti náð átján gráðum þar í dag. Annars víða lítilsháttar væta af og til og hiti á bilinu átta til fjórtán stig. Vaxandi suðaustanátt er spáð vestanlands í kvöld.
Lægð sem er núna við Hvarf, syðst odda Grænlands, er sögð verða óvenju djúp þegar hún nær inn á Grænlandshaf seinna í dag. Hún valdi stífri suðaustanátt á morgun, einkum suðvestantil með vætu. Fyrir norðan verður áftur á móti bjart veður og hlýtt.
Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu og úrkomulitlu á morgun. Rigningu er spáð annað kvöld. Heldur á að hlýna í veðri í borginni.
Austlægar átti eiga að vera ríkjandi af völdum lægðarinnar í vikunni og loftmassinn hlýr og rakur. Þannig má reikna með vætu af og til í flestum landshlutum, sérstaklega austanlands.