Sport

Snæ­fríður Sól hafnaði í nítjanda sæti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Snæfríður Sól var ellefu sekúndubrotum frá Íslandsmeti sínu í greininni. 
Snæfríður Sól var ellefu sekúndubrotum frá Íslandsmeti sínu í greininni.  Sundsamband Íslands

Snæfríður Sól Jórunnardóttir endaði í sjötta sæti í sínum riðli og nítjanda sæti meðal allra keppenda í hundrað metra skriðsundi.

Hún synti hundrað metrana á 54,85 sekúndum sem er ellefu sekúndubrotum frá Íslandsmeti hennar; 54,74 sekúndur sem hún setti á HM í Japan á síðasta ári.

Tíminn dugði ekki til að enda meðal sextán efstu keppenda og komast áfram í undanúrslit. Snæfríður varð í nítjánda sæti. Sú síðasta inn í undanúrslit synti á 54,16 sekúndum.

Snæfríður hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í sumar.  Hún keppti einnig í 200 metra skriðsundi á laugardaginn, komst áfram í undanúrslit en endaði þar í 15. sæti og missti af úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×