Lífið

Heiðar Logi og Anny Björk eiga von á barni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Heiðar og Anný hafa aldrei verið betri.
Heiðar og Anný hafa aldrei verið betri.

Heiðar Logi Elíasson og Anný Björk Arnardóttir eiga von á barni. Parið greinir frá gleðitíðindunum í einlægri færslu á Instagram en þar kemur fram að von sé á erfingjanum í desember.

Heiðar Logi er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann rekur einnig fyrirtækið Fasteignafegrun þar sem hann sérhæfir sig í hinu ýmsu viðhaldi fasteigna. Anný Björk hefur undanfarin ár starfað fyrir framleiðslufyrirtækið True North.

Heiðar og Anný opinberuðu samband sitt í mars í fyrra. Hjúin búa fyrir utan Reykjavík í sumarhúsi. Heiðar setti íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu í fyrra. 

Heiðar opnaði sig upp á gátt í Einkalífinu á Vísi fyrir örfáum árum síðan. Þar sagði hann sagði frá því að æska sín hefði einkennst af mikilli óreiðu.


Tengdar fréttir

„Æskan mín einkenndist af mikilli óreiðu“

Saga brimbrettakappans Heiðars Loga Elíassonar er ótrúleg eins og lesendur Vísis fengu að kynnast þegar hann var gestur í Einkalífinu fyrr í þessum mánuði.

Fluttu úr miðbænum í einstaka náttúruparadís

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi og kærastan hans, Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona, fluttu nýverið úr miðbæ Reykjavíkur og festu kaup á sumarhúsi í landi Miðdals við Silungatjörn í Mosfellsbæ. Húsið er staðsett á 5000 fermetra eignarlóð með einstöku útsýni og veiðileyfi í tjörninni.

Heiðar Logi selur eina flottustu íbúð miðbæjarins

Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson hefur sett glæsilega íbúð sína við Laugaveg 40 til sölu. Um er að ræða rúmlega 80 fermetra eign á tveimur hæðum í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×