Innlent

Sam­tök at­vinnu­lífsins blása á gagn­rýni for­manns VR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. Við ræðum við Sigríði Margéti Oddsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. Við heyrum hljóðið í Helga.

Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. Málið hefur vakið mikinn óhug á Bretlandseyjum.

Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesinu en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss geti til að skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík.

Og í íþróttum förum við yfir gengi íslenskra sundkappa á Ólympíuleikunum í París í morgun og sárabótarstigið sem sjálfstraustslitlir KR-ingar björguðu á elleftu stundu í Bestu deild karla í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×