Uppgjörið: Þróttur - Keflavík 4-2 | Endurkomusigur Þróttar Andri Már Eggertsson skrifar 30. júlí 2024 20:22 María Eva Eyjólfsdóttir skoraði tvö marka Þróttar gegn Keflavík. vísir/diego Þróttur vann ótrúlegan 4-2 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar komust tveimur mörkum yfir en heimakonur létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fjórum mörkum. Þrátt fyrir að Þróttur hafi verið betri aðilinn fyrsta hálftímann voru það gestirnir sem gerðu fyrsta markið. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark eftir að hafa ætlað að koma í veg fyrir fyrirgjöf en endaði á að setja boltann í eigið net. Keflavík fékk síðan afar ódýra vítaspyrnu þar sem Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, gerðist brotleg í teignum að mati dómara. Anita Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og kom Keflavík tveimur mörkum yfir. Undir lok fyrri hálfleiks minnkaði Þróttur muninn. Sæunn Björnsdóttir átti aukaspyrnu inn í teig og boltinn skoppaði í gegnum alla og endaði inni. Staðan í hálfleik var 1-2. Á 68. mínútu jafnaði María Eva Eyjólfsdóttir metin. María fékk boltann á hægri kantinum og átti fyrirgjöf sem endaði með marki líkt og fyrsta mark Þróttar. Heimakonur voru búnar að hóta þessu og markið verðskuldað. Tæplega tíu mínútum síðar komust heimakonur yfir. Vera Varis varði skot frá Freyju Katrínu Þorvarðardóttur en María Eva fylgdi eftir og skoraði af stuttu færi. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir kláraði leikinn endanlega þegar að hún skoraði fjórða mark Þróttar í uppbótartíma eftir mistök hjá Keflvíkingum. Atvik leiksins Í stöðunni 0-1 fengu Keflvíkingar ansi ódýra vítaspyrnu. Gestirnir skoruðu úr vítaspyrnunni og komust tveimur mörkum yfir í kjölfarið. Þróttur hafði verið betri og því ansi blóðugt að lenda 0-2 undir eftir 35 mínútur. Stjörnur og skúrkar María Eva Eyjólfsdóttir, leikmaður Þróttar, var frábær í kvöld. María leiddi endurkomu Þróttar þar sem hún skoraði tvö mörk. Sæunn Björnsdóttir, leikmaður Þróttar, var allt í öllu hjá heimakonum. Sæunn var mikið í boltanum og skoraði fyrsta mark liðsins. Fyrstu tvö mörkin sem Keflavík fékk á sig voru ansi sérstök. Í bæði skiptin kom fyrirgjöf í gegnum þvöguna og boltinn endaði á að leka inn. Mjög klaufalegt hjá bæði vörn og Veru Varis í markinu. Dómarinn Gunnar Freyr Róbertsson dæmdi leik kvöldsins. Í fyrri hálfleik dæmdi Gunnar Freyr ansi ódýra vítaspyrnu. Það var erfitt að sjá á hvað Gunnar var að dæma í endursýningunni en hann var viss í sinni sök. Skömmu síðar kom sambærilegt atvik í hinum teignum en þá var ekkert dæmt. Stemning og umgjörð Það er stutt í verslunarmannahelgina og það var ekki margt um manninn á Avis-vellinum í kvöld. Umgjörðin var til fyrirmyndar og þeir 169 áhorfendur sem mættu voru í stuði. „Markið sem við fengum á okkur rétt fyrir hálfleik var vonbrigði“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir að hans lið hafi glutrað niður 0-2 forystu. „Mér fannst fyrri hálfleikur góður og við sköpuðum færi sem skilaði tveimur flottum mörkum. Mér fannst markið sem við fengum á okkur rétt fyrir hálfleik vera vonbrigði,“ sagði Jonathan Glenn og hélt áfram. „Í seinni hálfleik fengum við færi til að skora þriðja markið sem við nýttum ekki og Þróttur kom til baka og vann leikinn. Þetta var svekkjandi og það er alltaf slæmt að glutra niður tveggja marka forystu.“ Jonathan var ekki sáttur með fyrstu tvö mörkin sem Þróttur skoraði þar sem vörn Keflavíkur leit ansi illa út. „Við hefðum átt að gera betur þar. Ég veit ekki hvort þær töluðu ekki nógu mikið saman eða voru ekki nógu einbeittar. Þær gerðu einnig breytingar sem skilaði sér en við hefðum átt að gera betur í mörkunum sem við fengum á okkur,“ sagði Jonathan svekktur að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF
Þróttur vann ótrúlegan 4-2 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar komust tveimur mörkum yfir en heimakonur létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fjórum mörkum. Þrátt fyrir að Þróttur hafi verið betri aðilinn fyrsta hálftímann voru það gestirnir sem gerðu fyrsta markið. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark eftir að hafa ætlað að koma í veg fyrir fyrirgjöf en endaði á að setja boltann í eigið net. Keflavík fékk síðan afar ódýra vítaspyrnu þar sem Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, gerðist brotleg í teignum að mati dómara. Anita Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og kom Keflavík tveimur mörkum yfir. Undir lok fyrri hálfleiks minnkaði Þróttur muninn. Sæunn Björnsdóttir átti aukaspyrnu inn í teig og boltinn skoppaði í gegnum alla og endaði inni. Staðan í hálfleik var 1-2. Á 68. mínútu jafnaði María Eva Eyjólfsdóttir metin. María fékk boltann á hægri kantinum og átti fyrirgjöf sem endaði með marki líkt og fyrsta mark Þróttar. Heimakonur voru búnar að hóta þessu og markið verðskuldað. Tæplega tíu mínútum síðar komust heimakonur yfir. Vera Varis varði skot frá Freyju Katrínu Þorvarðardóttur en María Eva fylgdi eftir og skoraði af stuttu færi. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir kláraði leikinn endanlega þegar að hún skoraði fjórða mark Þróttar í uppbótartíma eftir mistök hjá Keflvíkingum. Atvik leiksins Í stöðunni 0-1 fengu Keflvíkingar ansi ódýra vítaspyrnu. Gestirnir skoruðu úr vítaspyrnunni og komust tveimur mörkum yfir í kjölfarið. Þróttur hafði verið betri og því ansi blóðugt að lenda 0-2 undir eftir 35 mínútur. Stjörnur og skúrkar María Eva Eyjólfsdóttir, leikmaður Þróttar, var frábær í kvöld. María leiddi endurkomu Þróttar þar sem hún skoraði tvö mörk. Sæunn Björnsdóttir, leikmaður Þróttar, var allt í öllu hjá heimakonum. Sæunn var mikið í boltanum og skoraði fyrsta mark liðsins. Fyrstu tvö mörkin sem Keflavík fékk á sig voru ansi sérstök. Í bæði skiptin kom fyrirgjöf í gegnum þvöguna og boltinn endaði á að leka inn. Mjög klaufalegt hjá bæði vörn og Veru Varis í markinu. Dómarinn Gunnar Freyr Róbertsson dæmdi leik kvöldsins. Í fyrri hálfleik dæmdi Gunnar Freyr ansi ódýra vítaspyrnu. Það var erfitt að sjá á hvað Gunnar var að dæma í endursýningunni en hann var viss í sinni sök. Skömmu síðar kom sambærilegt atvik í hinum teignum en þá var ekkert dæmt. Stemning og umgjörð Það er stutt í verslunarmannahelgina og það var ekki margt um manninn á Avis-vellinum í kvöld. Umgjörðin var til fyrirmyndar og þeir 169 áhorfendur sem mættu voru í stuði. „Markið sem við fengum á okkur rétt fyrir hálfleik var vonbrigði“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir að hans lið hafi glutrað niður 0-2 forystu. „Mér fannst fyrri hálfleikur góður og við sköpuðum færi sem skilaði tveimur flottum mörkum. Mér fannst markið sem við fengum á okkur rétt fyrir hálfleik vera vonbrigði,“ sagði Jonathan Glenn og hélt áfram. „Í seinni hálfleik fengum við færi til að skora þriðja markið sem við nýttum ekki og Þróttur kom til baka og vann leikinn. Þetta var svekkjandi og það er alltaf slæmt að glutra niður tveggja marka forystu.“ Jonathan var ekki sáttur með fyrstu tvö mörkin sem Þróttur skoraði þar sem vörn Keflavíkur leit ansi illa út. „Við hefðum átt að gera betur þar. Ég veit ekki hvort þær töluðu ekki nógu mikið saman eða voru ekki nógu einbeittar. Þær gerðu einnig breytingar sem skilaði sér en við hefðum átt að gera betur í mörkunum sem við fengum á okkur,“ sagði Jonathan svekktur að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti