Erlent

Nokkur dauðs­föll eftir að þyrla brot­lenti á svínabúi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. X

Þyrla brotlenti á húsi nálægt írska bænum Killucan síðdegis í dag með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið. Þetta staðfesta írskir viðbragðsaðilar án þess að gefa upp nánari upplýsingar um fjölda látinna. 

Í frétt írska miðilisins RTÉ er mynd birt af aðstæðum á vettvangi slyssins. Þyrlan virðist hafa brotlent á þaki svínabús.

Írsk lögregluyfirvöld fengu tilkynningu um slysið um klukkan hálf fjögur að staðartíma. Um klukkan sex hafi viðbragðsaðilar hafist handa við að færa lík af vettvangi. 

„Allir tiltækir viðbragðsaðilar vinna nú á vettvangi,“ er haft eftir aðalvarðstjóra á svæðinu Pat Hunt. „Það eru nokkur dauðsföll, en aftur, þá getum við ekki staðfest töluna á þessu stigi.“

Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur á vettvangi sem stendur. 

Ken Glynn bæjarstjóri Mullingar-Kinnegad-svæðisins segir slysið átakanlegt og sorglegt. Hugur hans sé hjá fjölskyldum hinna látnu. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður fyrir viðbragðsaðila,“ sagði hann við RTÉ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×