Sport

Biles vann fimmta Ólympíugullið sitt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Chiles, Sunisa Lee, Simone Biles, Hezly Rivera og Jade Carey með gullverðlaunin sín.
Jordan Chiles, Sunisa Lee, Simone Biles, Hezly Rivera og Jade Carey með gullverðlaunin sín. getty/Naomi Baker

Simone Biles vann sín fimmtu gullverðlaun á Ólympíuleikum þegar Bandaríkin urðu hlutskörpust í liðakeppninni í fimleikum í dag.

Biles og stöllur hennar í bandaríska liðinu sýndu allar sínar bestu hliðar og fengu samtals 171.296 í einkunn.

Bandaríkin fengu silfur í liðakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum en í París var aldrei spurning um hvert besta liðið var. 

Ítalía varð í 2. sæti með 165.494 í einkunn og Brasilía fékk brons með einkunn upp á 164.497.

Auk Biles voru Jordan Chiles, Jade Carey, Hezly Rivera og Sunisa Lee í bandaríska liðinu. Bandaríkin hafa unnið gull í liðakeppni kvenna á þremur af síðustu fjórum Ólympíuleikum.

Biles hefur nú unnið 38 verðlaun á stórmótum og getur enn bætt medalíum í safnið í einstaklingskeppninni í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×