Omar Sowe var hetja Leiknismanna gegn Seltirningum en hann skoraði öll þrjú mörk þeirra. Hann er næstmarkahæstur í Lengjudeildinni með níu mörk.
Með sigrinum í kvöld komst Leiknir upp úr fallsæti en sendi Gróttu í staðinn þangað. Rasmus Christiansen skoraði mark Seltirninga sem hafa tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í Lengjudeildinni.
Afturelding komst upp í 6. sæti deildarinnar með því að vinna Grindavík í Safamýrinni, 0-3.
Staðan var markalaus fram á 77. mínútu þegar Elmar Enesarson Cogic kom Mosfellingum yfir. Sævar Atli Hugason og Andri Freyr Jónasson bættu svo við mörkum fyrir Aftureldingu.
Grindavík hefur tapað fjórum leikjum í röð og er í 9. sæti deildarinnar.