Sport

Flottasta mynd Ólympíu­leikanna var alls ekki fölsuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru margar flottar myndir teknar af Gabriel Medina í brimbrettakeppninni.
Það voru margar flottar myndir teknar af Gabriel Medina í brimbrettakeppninni. Getty/Sean M. Haffey

Franski ljósmyndarinn Jerome Brouillet náði mögulega flottustu mynd Ólympíuleikanna til þessa þegar hann myndaði brimbrettakappa keppa á Tahíti.

Brimbrettakeppni Ólympíuleikanna fer fram á Tahíti í Kyrrahafinu sem er í sextán þúsund kílómetra fjarlægð frá París. Ástæðan er aðallega til að brimbrettakapparnir fái að keppa í hinum frábæru öldum sem eru við Teahupo’o á Tahíti.

Það var líka mögnuð alda sem hjálpaði til við að ná þessu einstaka augnabliki sem kom bæði ljósmyndaranum og brimbrettakappanum í heimsfréttirnar.

Brasilíski brimbrettakappinn Gabriel Medina náði þá frábærri ferð og fagnaði með því að hoppa upp af brettinu og gefa merki með einum putta. Á sama tíma smellti umræddur Brouillet af.

Allt passaði fullkomlega og það var eins og hann og brettið væru fljúgandi yfir öldunum.

Myndin er svo rosalega flott að það héldu örugglega margir að ljósmyndarinn hafi hreinlega verið að leika sér í Photoshop.

Hér fyrir neðan má hins vegar sjá sönnun fyrir þess að flottasta mynd Ólympíuleikanna til þessa var ekki fölsuð. Ljósmyndarinn segir þá frá því hvernig hann náði þessari mögnuðu mynd.

Medina var raðaður númer eitt fyrir keppnina og er því líklegur til að vinna gullið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×