Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 10:34 Dagur Sigurðsson var tilbúinn með sína menn fyrir slaginn á móti Þjóðverjum í dag. Getty/Igor Kralj Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey Sjá meira
Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti