Solaris misnoti kerfið til að hrekja Helga Magnús úr starfi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2024 10:22 Sigmundur Davíð segir Solaris vera öfgafull samtök sem misnoti kerfið til að koma höggi á vararíkissaksóknara. Vísir/Samsett Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokssins, segir Solaris reyna að misnota kerfið til að hrekja Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara úr embætti. Sigmundur ræddi mál Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði umdeild ummæli Helga Magnúsar í garð innflytjenda frá Mið-Austurlöndum hafa verið hófleg og orð í tíma töluð. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, í mörg ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hafa kært Helga fyrir ummæli hans. „Það hefur verið tími til kominn að einhverjir háttsettir í kerfinu segðu hlutina bara eins og þeir eru hvað þessi mál varðar. Hlutirnir eru miklu verri en langflestir gera sér grein fyrir og jafnvel verri en ég geri mér grein fyrir,“ segir Sigmundur Davíð. Ekki auðveldlega aftur snúið Hann segir ástandið í málefnum innflytjenda og hælisleitenda vera að þróst hratt til hins verra. „Þegar ég var í dómsmálaráðuneytinu til að mynda hafði lögreglan gert upptæka bæklinga á albönsku til að leiðbeina fólki sem var verið að smygla hingað um það hvernig mætti misnota íslenska kerfið. Eitt af því sem var nefnt var að eignast barn með íslenskri konu, annað var að segjast vera samkynhneigður. Það er einmitt eitt af því sem Helgi benti á og fékk bágt fyrir,“ segir Sigmundur. Aðspurður segir Sigmundur að auðvitað geti háttsettir embættismenn ekki sagt hvað sem er afleiðingalaust en segir að þeir eigi að segja sannleikann. Ummæli Helga byggi á fyrirliggjandi staðreyndum en ekki hugrenningum eins manns. „Hann er bara að lýsa staðreyndum og þetta eru staðreyndir sem kerfið að alltof miklu leyti hefur verið sofandi gagnvart. Þess vegna meðal annars er þróunin svona hröð á Íslandi að við erum að missa tök á þessu í auknum mæli og þegar menn eru eru endanlega búnir að missa tökin á þessum málaflokki þá er ekkert svo auðveldlega aftur snúið. Þannig að þetta voru bara orð í tíma töluð og hefði mátt ræða þetta miklu meira og miklu fyrr,“ segir Sigmundur. Útlendingalögin „bara ónýt“ Sigmundur segir einnig að þegar Helga er hótað sé ekki aðeins verið að veitast að honum og fjölskyldu hans heldur kerfinu öllu. Með þessu athæfi sé verið að gera tilraun til þess að hafa áhrif á þá sem viðhalda lögum og reglu í landinu. Sigmundur segir þurfa að standa vörð um það fólk. „Eins og ég er nú búinn að benda á alloft að undanförnu þá eru útlendingalögin bara ónýt. Það þýðir ekkert að halda áfram að reyna að stagbæta þau eitthvað með einhverjum smámálum sem ná kannski í gegn hjá þessari ríkisstjórn í fimmtu tilraun. Það þarf að skrifa ný útlendingalög og það hefur legið fyrir frá upphafi að mínu mati að þessi lög eins gölluð og þau eru myndu leiða til þess sem þau hafa leitt til,“ segir Sigmundur. „Það þarf ný útlendingalög sem taka mið af veruleikanum eins og hann er núna. Eitt af því er að það þarf að vera auðvelt að vísa fólki frá landinu þegar það brýtur af sér. En eins og í tilviki þessa manns sem hefur verið ræddur vegna hótana við Helga, þá hlýtur maður að spyrja sig hvers vegna fékk maðurinn leyfi til að vera á landinu? Af hverju haldiði áfram að framlengja dvalarleyfi þessa manns?,“ segir hann. Sigmundur segir stjórnvöld haldin undirgefni gagnvart ímynduðum kröfum og viðleitni til að ganga jafnvel lengra en annars staðar í Evrópu. „Þess vegna var svo gott að heyra Helga lýsa stuttlega því ástandi sem við er að eiga. Honum hafði verið hótað, fjölskyldu hans hafði verið hótað en hann var ekki bara að hugsa um sig og fjölskylduna hann var greinilega líka að hugsa um samfélagið í heild,“ segir Sigmundur. Solaris og Kourani hafi sama markmið Þá víkur Sigmundur máli sínu að Solaris sem kærði Helga nýverið fyrir ummæli sín um samtökin. Sigmundur segir samtökin misnota kerfið til að koma höggi á Helga. „Í frjálsu samfélagi geta menn kært en það er yfirleitt gerð sú krafa um það að menn séu aðilar og hafi einhverra hagsmuna að gæta. Hvaða hagsmuna hafa þessi samtök að gæta gagnvart Helga, hefur hann eitthvað gert á þeirra hlut? Ekki svo ég viti, hann hefur þarna lýst staðreyndum sem blasa við,“ segir hann. Hann segir samtökin kæra Helga í sama tilgangi og Mohamad Thor Jóhannesson hafa staðið í hótunum við hann. Þau hafi haft það sama að leiðarljósi. „Þá eru aktivistar að reyna að misnota kerfið til að taka manninn úr umferð. Það eru ýmsar leiðir til að hafa áhrif á kerfið og koma í veg fyrir að það sinni skyldu sinni. Sumir fara þá leið að hóta fólki. Sumir fara þá leið að kasta fram kærum og taka fólk þannig úr umferð. Og svo eru gerðar tilraunir til mannorðsmorðs jafnvel. Það gengur út á að gera menn hrædda, hrædda við að segja það sem satt er og gera skyldu sína,“ segir Sigmundur. „Ástandið er að þróast mjög hratt til verri vegar og það þarf að taka á því. Ég er bara þakklátur hvaða embættismanni sem leyfir sér að lýsa ástandinu eins og það er og taka á því.“ Mál Mohamad Kourani Innflytjendamál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bítið Tengdar fréttir Vonar að ráðherra verði ekki við ósk Sigríðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum. 30. júlí 2024 17:53 Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 30. júlí 2024 13:45 Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 30. júlí 2024 12:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sigmundur ræddi mál Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði umdeild ummæli Helga Magnúsar í garð innflytjenda frá Mið-Austurlöndum hafa verið hófleg og orð í tíma töluð. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, í mörg ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hafa kært Helga fyrir ummæli hans. „Það hefur verið tími til kominn að einhverjir háttsettir í kerfinu segðu hlutina bara eins og þeir eru hvað þessi mál varðar. Hlutirnir eru miklu verri en langflestir gera sér grein fyrir og jafnvel verri en ég geri mér grein fyrir,“ segir Sigmundur Davíð. Ekki auðveldlega aftur snúið Hann segir ástandið í málefnum innflytjenda og hælisleitenda vera að þróst hratt til hins verra. „Þegar ég var í dómsmálaráðuneytinu til að mynda hafði lögreglan gert upptæka bæklinga á albönsku til að leiðbeina fólki sem var verið að smygla hingað um það hvernig mætti misnota íslenska kerfið. Eitt af því sem var nefnt var að eignast barn með íslenskri konu, annað var að segjast vera samkynhneigður. Það er einmitt eitt af því sem Helgi benti á og fékk bágt fyrir,“ segir Sigmundur. Aðspurður segir Sigmundur að auðvitað geti háttsettir embættismenn ekki sagt hvað sem er afleiðingalaust en segir að þeir eigi að segja sannleikann. Ummæli Helga byggi á fyrirliggjandi staðreyndum en ekki hugrenningum eins manns. „Hann er bara að lýsa staðreyndum og þetta eru staðreyndir sem kerfið að alltof miklu leyti hefur verið sofandi gagnvart. Þess vegna meðal annars er þróunin svona hröð á Íslandi að við erum að missa tök á þessu í auknum mæli og þegar menn eru eru endanlega búnir að missa tökin á þessum málaflokki þá er ekkert svo auðveldlega aftur snúið. Þannig að þetta voru bara orð í tíma töluð og hefði mátt ræða þetta miklu meira og miklu fyrr,“ segir Sigmundur. Útlendingalögin „bara ónýt“ Sigmundur segir einnig að þegar Helga er hótað sé ekki aðeins verið að veitast að honum og fjölskyldu hans heldur kerfinu öllu. Með þessu athæfi sé verið að gera tilraun til þess að hafa áhrif á þá sem viðhalda lögum og reglu í landinu. Sigmundur segir þurfa að standa vörð um það fólk. „Eins og ég er nú búinn að benda á alloft að undanförnu þá eru útlendingalögin bara ónýt. Það þýðir ekkert að halda áfram að reyna að stagbæta þau eitthvað með einhverjum smámálum sem ná kannski í gegn hjá þessari ríkisstjórn í fimmtu tilraun. Það þarf að skrifa ný útlendingalög og það hefur legið fyrir frá upphafi að mínu mati að þessi lög eins gölluð og þau eru myndu leiða til þess sem þau hafa leitt til,“ segir Sigmundur. „Það þarf ný útlendingalög sem taka mið af veruleikanum eins og hann er núna. Eitt af því er að það þarf að vera auðvelt að vísa fólki frá landinu þegar það brýtur af sér. En eins og í tilviki þessa manns sem hefur verið ræddur vegna hótana við Helga, þá hlýtur maður að spyrja sig hvers vegna fékk maðurinn leyfi til að vera á landinu? Af hverju haldiði áfram að framlengja dvalarleyfi þessa manns?,“ segir hann. Sigmundur segir stjórnvöld haldin undirgefni gagnvart ímynduðum kröfum og viðleitni til að ganga jafnvel lengra en annars staðar í Evrópu. „Þess vegna var svo gott að heyra Helga lýsa stuttlega því ástandi sem við er að eiga. Honum hafði verið hótað, fjölskyldu hans hafði verið hótað en hann var ekki bara að hugsa um sig og fjölskylduna hann var greinilega líka að hugsa um samfélagið í heild,“ segir Sigmundur. Solaris og Kourani hafi sama markmið Þá víkur Sigmundur máli sínu að Solaris sem kærði Helga nýverið fyrir ummæli sín um samtökin. Sigmundur segir samtökin misnota kerfið til að koma höggi á Helga. „Í frjálsu samfélagi geta menn kært en það er yfirleitt gerð sú krafa um það að menn séu aðilar og hafi einhverra hagsmuna að gæta. Hvaða hagsmuna hafa þessi samtök að gæta gagnvart Helga, hefur hann eitthvað gert á þeirra hlut? Ekki svo ég viti, hann hefur þarna lýst staðreyndum sem blasa við,“ segir hann. Hann segir samtökin kæra Helga í sama tilgangi og Mohamad Thor Jóhannesson hafa staðið í hótunum við hann. Þau hafi haft það sama að leiðarljósi. „Þá eru aktivistar að reyna að misnota kerfið til að taka manninn úr umferð. Það eru ýmsar leiðir til að hafa áhrif á kerfið og koma í veg fyrir að það sinni skyldu sinni. Sumir fara þá leið að hóta fólki. Sumir fara þá leið að kasta fram kærum og taka fólk þannig úr umferð. Og svo eru gerðar tilraunir til mannorðsmorðs jafnvel. Það gengur út á að gera menn hrædda, hrædda við að segja það sem satt er og gera skyldu sína,“ segir Sigmundur. „Ástandið er að þróast mjög hratt til verri vegar og það þarf að taka á því. Ég er bara þakklátur hvaða embættismanni sem leyfir sér að lýsa ástandinu eins og það er og taka á því.“
Mál Mohamad Kourani Innflytjendamál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bítið Tengdar fréttir Vonar að ráðherra verði ekki við ósk Sigríðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum. 30. júlí 2024 17:53 Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 30. júlí 2024 13:45 Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 30. júlí 2024 12:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Vonar að ráðherra verði ekki við ósk Sigríðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum. 30. júlí 2024 17:53
Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 30. júlí 2024 13:45
Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 30. júlí 2024 12:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent