Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2024 11:18 Stólum var kastað í rúður og smíðastofan var lögð í rúst. Jóhanna Bjarnadóttir Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Rimaskóli er grunnskóli fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í samnefndu hverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Fram undan eru töluverðar viðgerðir og tiltekt eftir atburði næturinnar. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, fór á vinnustaðinn sinn í nótt og hitti fyrir fulltrúa frá lögreglu og Öryggismiðstöðinni. Mölvuð rúða og stóll á gólfinu.Jóhanna Bjarnadóttir „Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ segir Þóranna. Nýlega hafi verið skipt um rúður í skólanum og klæðningu sömuleiðis. Hún lýsir því að einhverjir hafi brotið sér leið inn í skólann með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans. Stofan hafi verið lögð í rúst og allar rúður sem hægt var að brjóta brotnar. Erfitt sé að átta sig á því hvort verkfærum úr smíðastofunni hafi verið stolið. „Það er hætta á því að það séu tekin verkfæri og notuð sem vopn,“ segir Þóranna. Hún ætlar aftur í skólann eftir hádegið og kanna þau mál betur. Raunar eigi hún að einhverju leyti erfitt með að átta sig á umfangi skemmdanna, svo sem hve margar rúður séu brotnar þó margar séu, því hún sé í áfalli sem hafi blandast saman við mikla þreytu á vettvangi í nótt. Þóranna segir að einhver hafi farið inn í smíðastofuna fyrir tveimur vikum án ummerkja. Þá hafi verið krotað á vegg að einhver hafi farið inn í smíðastofuna. Þóranna spyr foreldra hvort málning sjáist á börnum þeirra og hvort þau hafi sofið heima hjá sér í nótt. „Okkur grunar að þetta sé einhver nemandi,“ segir Þóranna. Raunar fleiri en einn. Vitni hafi hringt í lögreglu í nótt og sést hafi til nokkurra einstaklinga hlaupa af vettvangi. Hún biðlar til foreldra að taka stöðuna á börnum sínum. „Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn... er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“ Þetta eru spurningar sem foreldrar ættu að spyrja sig að. Sömuleiðis hvort einhverjir hafi verið að gista einhvers staðar. „Stundum endar svoleiðis með svona vitleysu.“ Þórunn lýsir líðan sinni sem áfalli og líklega gildir það um fleiri. Hún segir skólann vinnusvæði kennara, sem mæti bráðum til starfa, og auðvitað nemendanna. Þá sé starfsemi í skólanum yfir sumarið þar sem bæði Vinnuskóli Reykjavíkur sé með starfsemi og frístundarheimili sé haldið úti.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42