Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 21:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. „Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Sjá meira
„Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Sjá meira