Innlent

Í­búum með skráð lög­heimili í Grinda­vík fækkað um tæpan þriðjung

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bæinn var rýmdur í nóvember í fyrra vegna jarðhræringa og yfirvofandi eldgoss. 
Bæinn var rýmdur í nóvember í fyrra vegna jarðhræringa og yfirvofandi eldgoss.  Vísir/Sigurjón

Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík fækkaði um 1.172 frá því í nóvember í fyrra þar til í lok júnímánaðar, þegar íbúar bæjarins töldu 2.570 manns. 

Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir að íbúum með lögheimili í Grindavík hafi fækkað um rúm 31 prósent. 

Af þeim sem skráðir eru með lögheimili í Grindavík séu 1.906 með skráð aðsetur tímabundið utan Grindavíkur. Með þeirri skráningu haldi einstaklingur lögheimili sínu og þeim réttindum sem því fylgja en aðsetur er skráð þar sem dvalið er tímabundið vegna aðstæðna.

Þá kemur fram að af þeim sem flutt hafa lögheimili sitt eða skráð aðsetur í öðru sveitarfélagi séu um 45 prósent skráð til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og 39 prósent á Suðurnesjum. Um 10 prósent eru á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×