Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 11:31 Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á stórmóti hjá hinni mögnuðu Mörtu. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu. Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum. Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum.
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira