Innlent

Fjórðungur lands­manna sótti sí­menntun í fyrra

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fleiri konur en karlar sóttu símenntun í fyrra.
Fleiri konur en karlar sóttu símenntun í fyrra. Vísir/Einar

Um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25 til 64 ára sótti símenntun í fyrra, eða rúmlega 51 þúsund manns. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Hagstofunnar, þar sem segir að fleiri konur hafi sótt símenntun en karlar, eða rúm 29 prósent í samanburði við 21 prósent karla.

Tölurnar séu svipaðar og árið 2022, þegar tæp 27 prósent landsmanna sóttu símenntun. Þátttaka í símenntun aukist með aukinni menntun og sé meiri á meðal atvinnulausra og starfandi einstaklinga en þeirra sem eru utan vinnumarkaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×