Fýlustjórnun miklu algengari en fólk heldur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 11:07 Theodór Francis ræður pörum að tala saman frekar en að hætta saman. Theodór Francis Birgisson klinískur félagsráðgjafi segir ekki hægt að ætlast til þess að eiga fullkominn maka og mikilvægt að átta sig á því að maður sjálfur geti ekki verið það heldur. Fólk eigi til að rífast því allir telji að þeir hafi rétt fyrir sér, jafnvel þó það geti ekki staðist. Hann segir fólk þurfa að byrja á því að elska sig sjálft og segir fýlustjórnun mun algengari en flestir haldi. Þetta er meðal þess sem fram kom á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Theodór óraunhæfar væntingar fólks til maka sinna og tilhneiginguna til þess að slaufa sambandinu og leita að einhverju betra. „Mér finnst miklu betri hugmynd að reyna bara frekar að skilja maka sinn heldur en að skilja við maka sinn,“ segir Theodór meðal annars. Ekki nógu dugleg að elska okkur sjálf Theódór segir að í flestum heilbrigðum samböndum sé áttatíu prósent samskipta jákvæð en tuttugu prósent neikvæð. Margir yfirgefi slík sambönd til að reyna að finna eitthvað betra, sem er að sögn Theodórs eiginlega alveg útilokað. Spurður hvers vegna fólk yfirgefi sambönd þar sem áttatíu prósent samskipta séu jákvæð, segir Theodór:„Það er þetta sem ég er alltaf að segja fólki, af hverju ekki bara að reyna frekar að átta sig á, af hverju líður mér ekki vel í sambandinu? Hvað er það sem veldur því?“ Hann segir um það bil alla ekki vera nógu duglegir að elska sig sjálfa. Þá meini hann ekki sjálfselsku eða eigingirni, heldur að einstaklingar beri virðingu fyrir því hverjir þeir séu og geti borið virðingu fyrir eigin tilfinningum og tjáð þær á uppbyggilegan hátt við maka sinn. Átta sig ekki á fýlustjórnuninni „Og ef mér tekst ekki að elska mig nógu mikið og ber ekki virðingu fyrir mínum eigin tilfinningum þá er ekki líklegt að ég muni kommúníkeita þeim tilfinningum mjög vel til maka míns. Og ef mér tekst ekki að segja makanum hvernig mér líður þá fer ég að sýna það í einhverri hegðun og sú hegðun getur verið afskaplega leiðinleg, jafnvel þreytandi og ömurleg.“ Theodór segir fýlustjórnun í samböndum mun algengari en fólk haldi. Hann hafi fengið til sín einstaklinga í ráðgjöf sem hafi alls ekki áttað sig á því að þeir væru að hegða sér á slíkan hátt. „Það er að segja, einstaklingur sem fýlustjórnar jafnvel bara með miklum bravör áttar sig ekkert á því. Svo kannski spyr ég í miðju viðtali: Áttarðu þig á hvað þú ert að segja og hvernig þú ert að segja það? Þá jafnvel telur einstaklingurinn sig vera alveg ofsalega flinkan í að miðla upplýsingum en gerir það á alveg svakalega manipúlerandi hátt.“ „Hvort viltu hafa rétt fyrir þér eða líða vel?“ Theodór segir mikilvægt að fólk minni sig á að enginn sé fullkominn. Sjálfur eigi hann ófullkominn maka, enda hefði hún aldrei valið hann ef hún væri fullkomin, enda hann sjálfur ekki fullkominn. „Ég þarf þá að muna, ég á ófullkomna konu sem er samt fullkomin fyrir mig, gæti ekki hugsað mér aðra konu. En hún verður aldrei fullkomin, þar af leiðandi verða aldrei allar tilfinningar mínar í hennar garð fullkomnar. Þar þurfum við svolítið að átta okkur á að við getum ekki ætlast til þess að eiga fullkominn maka ef við erum ófullkomin sjálf.“ Theodór segir líka mikilvægt að fólk velji sér baráttu í samböndum og spyrji sig að því hvort það sem bitist sé um skipti raunverulegu máli í heildarsamhenginu? Fólk gleymi því gjarnan að allir upplifi sem svo að þeir hafi rétt fyrir sér, það sé mannlegt eðli, enginn upplifi sem svo að hann hafi rangt fyrir sér. „Hvort viltu nú hafa rétt fyrir þér eða líða vel? Hversu miklu máli skiptir að vinna glímuna? Ég ætla að hafa rétt fyrir mér þó makinn minn muni grenja undan mér, þá skal ég vinna glímuna!“ segir Theodór. „Við værum aldrei að standa upp og segja: Hlustiði, nú ætla ég að hafa algjörlega rangt fyrir mér. Við erum ekki þar, okkur finnst við hafa alveg rétt fyrir okkur. Er það þá alveg öruggt að ég hafi alltaf rétt fyrir mér? Er ég svona óskeikull? Ef mér finnst það, þá er það?“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Theodór óraunhæfar væntingar fólks til maka sinna og tilhneiginguna til þess að slaufa sambandinu og leita að einhverju betra. „Mér finnst miklu betri hugmynd að reyna bara frekar að skilja maka sinn heldur en að skilja við maka sinn,“ segir Theodór meðal annars. Ekki nógu dugleg að elska okkur sjálf Theódór segir að í flestum heilbrigðum samböndum sé áttatíu prósent samskipta jákvæð en tuttugu prósent neikvæð. Margir yfirgefi slík sambönd til að reyna að finna eitthvað betra, sem er að sögn Theodórs eiginlega alveg útilokað. Spurður hvers vegna fólk yfirgefi sambönd þar sem áttatíu prósent samskipta séu jákvæð, segir Theodór:„Það er þetta sem ég er alltaf að segja fólki, af hverju ekki bara að reyna frekar að átta sig á, af hverju líður mér ekki vel í sambandinu? Hvað er það sem veldur því?“ Hann segir um það bil alla ekki vera nógu duglegir að elska sig sjálfa. Þá meini hann ekki sjálfselsku eða eigingirni, heldur að einstaklingar beri virðingu fyrir því hverjir þeir séu og geti borið virðingu fyrir eigin tilfinningum og tjáð þær á uppbyggilegan hátt við maka sinn. Átta sig ekki á fýlustjórnuninni „Og ef mér tekst ekki að elska mig nógu mikið og ber ekki virðingu fyrir mínum eigin tilfinningum þá er ekki líklegt að ég muni kommúníkeita þeim tilfinningum mjög vel til maka míns. Og ef mér tekst ekki að segja makanum hvernig mér líður þá fer ég að sýna það í einhverri hegðun og sú hegðun getur verið afskaplega leiðinleg, jafnvel þreytandi og ömurleg.“ Theodór segir fýlustjórnun í samböndum mun algengari en fólk haldi. Hann hafi fengið til sín einstaklinga í ráðgjöf sem hafi alls ekki áttað sig á því að þeir væru að hegða sér á slíkan hátt. „Það er að segja, einstaklingur sem fýlustjórnar jafnvel bara með miklum bravör áttar sig ekkert á því. Svo kannski spyr ég í miðju viðtali: Áttarðu þig á hvað þú ert að segja og hvernig þú ert að segja það? Þá jafnvel telur einstaklingurinn sig vera alveg ofsalega flinkan í að miðla upplýsingum en gerir það á alveg svakalega manipúlerandi hátt.“ „Hvort viltu hafa rétt fyrir þér eða líða vel?“ Theodór segir mikilvægt að fólk minni sig á að enginn sé fullkominn. Sjálfur eigi hann ófullkominn maka, enda hefði hún aldrei valið hann ef hún væri fullkomin, enda hann sjálfur ekki fullkominn. „Ég þarf þá að muna, ég á ófullkomna konu sem er samt fullkomin fyrir mig, gæti ekki hugsað mér aðra konu. En hún verður aldrei fullkomin, þar af leiðandi verða aldrei allar tilfinningar mínar í hennar garð fullkomnar. Þar þurfum við svolítið að átta okkur á að við getum ekki ætlast til þess að eiga fullkominn maka ef við erum ófullkomin sjálf.“ Theodór segir líka mikilvægt að fólk velji sér baráttu í samböndum og spyrji sig að því hvort það sem bitist sé um skipti raunverulegu máli í heildarsamhenginu? Fólk gleymi því gjarnan að allir upplifi sem svo að þeir hafi rétt fyrir sér, það sé mannlegt eðli, enginn upplifi sem svo að hann hafi rangt fyrir sér. „Hvort viltu nú hafa rétt fyrir þér eða líða vel? Hversu miklu máli skiptir að vinna glímuna? Ég ætla að hafa rétt fyrir mér þó makinn minn muni grenja undan mér, þá skal ég vinna glímuna!“ segir Theodór. „Við værum aldrei að standa upp og segja: Hlustiði, nú ætla ég að hafa algjörlega rangt fyrir mér. Við erum ekki þar, okkur finnst við hafa alveg rétt fyrir okkur. Er það þá alveg öruggt að ég hafi alltaf rétt fyrir mér? Er ég svona óskeikull? Ef mér finnst það, þá er það?“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira