Lífið

Kjóllinn sérsaumaður fyrir athöfina

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvítum kjólnum.
Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvítum kjólnum. vísir/rax

Kjóll Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, sem hún klæddist á innsetningarathöfn hennar í dag, var sérsaumaður af Björgu Ingadóttur.

Þetta staðfestir Björg við fréttastofu. Björg rekur fatabúðina Spaksmannsspjarir á Háaleitisbraut. 

„Hann kemur úr minni smiðju, ég hannaði hann,“ segir Björg sem var sjálf stödd í einskonar eftirpartíi í nýrri viðbyggingu Alþingis, Smiðju, og hafði lítinn tíma til að spjalla.

Viðrulegur kjóllinn.vísir/rax
Halla heilsar glöð.vísir/rax
Forsetahjónin nýju á Alþingissvölunumvísir/rax

Björg er einn þekktasti fatahönnuður landsins. Árið 1993 stofnaði hún verslunina Spaksmannsspjarir.  Ítarlegt viðtal við Björgu má finna hér að neðan. 

Halla varð formlega sjöundi forseti lýðveldisins í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Fylgst var með öllu markverðu hér á Vísi: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×