Þetta kemur fram í frétt AP.
Erdogan kallaði eftir því að kirkjan tæki afstöðu gegn slíkum verkum sem smætta heilög gildi. Þá sagði hann að verið væri að traðka á mannlegri reisn og gert væri grín að trúarlegum og siðferðislegum gildum.
Verið væri að móðga múslimaheiminn rétt eins og kristna.
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna báðust afsökunar á atriðinu í vikunni, en atriðið hafði vakið upp mjög misgóð viðbrögð. Meðal þeirra sem gagnrýndu atriðið voru meðlimir kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi og þar sagði kirkjan að atriðið væri „til marks um háð og spott á kristna trú.“