Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Imane Khelif mátti ekki keppa á HM kvenna í hnefaleikum en Alþjóðaólympíunefndin gaf henni grænt ljós á að keppa í París. getty/Richard Pelham Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum. Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum.
Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07