Fótbolti

Víkingar fögnuðu vel í klefanum í Albaníu: Sjáðu „Eurovikes“ sönginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Víkings fagna frábærum sigri í klefanum í gær.
Leikmenn Víkings fagna frábærum sigri í klefanum í gær. @vikingurfc

Víkingar komust í gærkvöldi áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eru eina íslenska liðið sem er enn á lífi í Evrópu.

Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á móti Egnatia á heimavelli sínum en fóru út til Albaníu og unnu flottan 2-0 sigur í gær. Þeir unnu því 2-1 samanlagt þar sem öll mörkin í einvíginu voru skoruð af útiliðinu.

Fyrra markið var sjálfsmark Albanans Francois Dulysse á 28. mínútu en það seinna gerði Aron Elís Þrándarson í byrjun seinni hálfleiks.

Sigur Víkinga þýðir að þeir mæta eistnesku meisturunum í Flora Tallin í þriðju umferðinni og fyrri leikurinn er strax á fimmtudaginn í næstu viku. Fyrri leikurinn verður á heimavelli Víkings þann 8. ágúst, liðin mætast svo aftur 15. ágúst. Sigurvegarinn úr því einvíginu fer í umspil um sæti í Sambandsdeildinni.

Víkingar fögnuðu vel í klefanum í Albaníu og það má sjá þá syngja „Eurovikes“ hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×