Íslenski boltinn

Leikur í Bestu deildinni færður á frí­dag verslunar­manna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er stutt á milli leikja hjá Víkingum þessa dagana. Pablo Punyed er einn af eldri leikmönnum liðsins sem þurfa að passa upp á sig.
Það er stutt á milli leikja hjá Víkingum þessa dagana. Pablo Punyed er einn af eldri leikmönnum liðsins sem þurfa að passa upp á sig. Vísir/Hulda Margrét

Leikur FH og Víkings í Bestu deild karla sem fara átti fram á þriðjudag hefur verið færður fram um einn dag til mánudags.

Liðin spila því klukkan 19.15 að kvöldi frídags verslunarmanna.

Ástæðan er þátttaka Víkinga í Evrópukeppninni en þeir eru eina íslenska liðið sem er enn á lífi í Evrópukeppnunum. Víkingar eru á heimleið í dag eftir glæsilegan sigur úti í Albaníu í gær.

Víkingar mæta eistnesku meisturunum í Flora Tallin í þriðju umferðinni í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn verður á heimavelli Víkings fimmtudaginn 8. ágúst, nú þremur dögum eftir FH-leikinn.

Breyting á leik FH og Víkings R.:

Var: Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 19.15 á Kaplakrikavelli

Verður: Mánudaginn 5. ágúst kl. 19.15 á Kaplakrikavelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×