Hópsöngur og TikTok-dans á Bessastöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 13:04 Halla hélt teiti á Bessastöðum í gær þar sem ætlunin var að fagna unga fólkinu sérstaklega. instagram Halla Tómasdóttir tók við embætti í gær sem sjöundi forseti lýðveldisins. Öllu var til tjaldað. Að lokinni athöfn í Dómkirkjunni og Alþingissalnum tók við eftirpartí í Smiðju, nýrri viðbyggingu Alþingis, áður en leiðin lá á Bessastaði þar sem sungið var um ferðalok og stiginn TikTok-dans. Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Hátíðleg athöfnin gekk vel fyrir sig. Dagskráin hófst á helgistund í Dómkirkjunni áður en gengið var yfir í þinghúsið, þar sem Halla undirritaði drengskaparheit og minntist fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Í Smiðju var síðan mikið um dýrðir. Halla bauð persónulega 110 manns, þar á meðal forstjóra Brimborgar, sem forsetahjónin keyptu nýjan bíl af á dögunum, og Björgu Ingadóttur fatahönnuði. Björg sérsaumaði tvo kjóla sem Halla klæddist í gær. Öðrum á innsetningarathöfninni og hinum í eftirpartíinu. Úr Smiðju lá leiðin á Álftanes, þar sem Halla bauð í sitt fyrsta Bessastaðateiti. Þangað bættust enn fleiri í hópinn sem lögðu Höllu lið í kosningabaráttunni. Unga fólkið, sem stóð að kosningabaráttu Höllu á samfélagsmiðlum, lét sig ekki vanta. Kosningabaráttan var fréttnæm fyrir þær sakir að efni á TikTok var í aðalhlutverki og náði vel til unga fólksins. „Það þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt, stutt og hnitmiðað. Yfir höfuð er kosningabarátta bara ógeðslega leiðinleg“ sagði Eyþór Aron Wöhler knattspyrnumaður í Íslandi í dag þar sem rætt var við fjögur ungmenni sem tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Eyþór greip tækifærið á Bessastöðum í gær og dansaði á tröppunum með félaga. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Samantekt af vinsælustu myndböndum Höllu í kosningabaráttunni á Tik Tok má sjá hér. Í Bessastaðastofu var síðan kraftmikill hópsöngur. Myndbönd af gestum að syngja lagið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt, sáust víða á Instagram, enda margir símar á lofti. Þau forsetahjón Halla og Björn eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Við erum ekki flutt inn enn þá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ sagði Halla í samtali við fréttastofu eftir embættistökuna í gær, sem Björn lýsti sem „gæsahúð“ fyrir sig. Lína Birgitta lét sig ekki vanta og smellti mynd af bókahillum.instagram Halla tók fram að í Bessastaðateitinu yrði áhersla lögð á að fagna ungu sjálfboðaliðunum. Enda væri góð kosningaþátttaka unga fólksins það sem hún væri hvað mest þakklát fyrir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira