Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2024 11:46 Khelif hafði betur gegn Carini í stuttum bardaga í gær. Það ól af sér ótrúlega upplýsingaóreiðu. Getty Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. Eðlilega hreyfði það við mörgum þegar hin ítalska Angela Carini fór grátandi úr hringnum eftir tap fyrir hinni alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í gær. Líklega bjuggust þó fáir við umræðunni sem átti eftir að skapast í kjölfarið. Áhrifamiklir einstaklingar á við Elon Musk, J.K. Rowling, Logan Paul og Richard Dawkins fóru mikinn á samfélagsmiðlum og fordæmdu það að „karlmanninum“ Khelif hafi verið hleypt í hringinn í kvennaíþrótt á stærsta sviðinu. Tíst þeirra Musk og Rowling í gær.Skjáskot/Samsett Þær fullyrðingar eiga við engin rök að styðjast. Margur greip þær hins vegar á lofti og skyndilega var hálfur heimurinn orðinn sérfræðingur í litningafræðum og viss um að þarna væri karlmaður á ferðinni. Upplýsingaóreiðan algjör og degi seinna er enn um það rifist á samfélagsmiðlum hvort konan Imane Khelif sé trans kona eða hreinlega karlmaður. Kynjapróf sem enginn veit hvernig fór fram Umræðan byggir að stórum hluta á málflutningi hins umdeilda Umar Kremlev hjá Alþjóðahnefaleikasambandinu, IBA, sem setti hina alsírsku Khelif í bann á síðasta ári þar sem hún var ekki talin standast kröfur kynjaprófs. Leynd liggur yfir því kynjaprófi. IBA hefur staðfest að testósterón magn Khelif var ekki mælt. Heldur hafi hún gengist undir annarskonar próf. En í hverju það próf felst segir IBA trúnaðarmál. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta, bæði þegar kemur að fjármálum og siðferðislegum álitamálum. Mikil kergja hefur verið í hnefaleikaheiminum undanfarin ár og var nýju alþjóðlegu sambandi, World Boxing, komið á laggirnar í apríl á þessu ári. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, sá ástæðu til þess að senda frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins en þar er kýrskýrt að Imane Khelif standist öll próf til að mega taka þátt í leikunum í París. Þá var hnýtt hressilega í IBA í sömu yfirlýsingu. Tvíhyggjan veldur vandræðum IOC hefur áður sætt gagnrýni fyrir andstæða nálgun að kynjamálum. Mál hlaupakonunnar og Ólympíumeistarans Caster Semenya er alþekkt, en sú hefur ekki mátt keppa á alþjóðasviðinu um árabil vegna hás testósterónmagns. Íþróttahreyfingunni er að stærstum hluta skipt í karla- og kvennagreinar og sú tvíhyggja gerir því gjarnan erfitt fyrir að finna fólki sem fellur utan hefðbundinna kyneinkenna sinn stað. Flókin málefni intersex fólks, samspil litninga XX og XY og fjölbreytileiki samsetningar slíkra litninga sem ákvarða kyn verða ekki rakin hér. Ljóst er þó að tvíhyggja íþróttaheimsins (karlar og konur) skapar vandamál fyrir fólk sem fæðist utan þess sem kalla má hefðbundna skilgreiningu á karli og konu. Sú umræða á rétt á sér á grundvelli sanngirni, heilinda keppninnar og öryggis keppenda. Þegar lygin fer á flug Ljóst er þó að umræðan er á kolröngum stað þegar kona sem stenst öll viðurkennd próf er úthrópuð sem karlmaður og því varpað fram að karlmenn séu að berja konur á Ólympíuleikunum. Logan Paul kveðst hafa mögulega hlaupið á sig en hann stendur á sínu gagnvart trans fólki í íþróttum.Skjáskot/Twitter Nú, þegar áhrifafólk líkt og Musk og Rowling lét sig íþróttir kvenna loksins varða, voru það úthrópanir á fölskum grundvelli um jafnræði í keppni. Vegna meints óréttlætis sem var alls ekki til staðar. Logan Paul sá að sér og viðurkenndi í morgun að hann hefði dreift ósannindum. Kynjamál verða áfram þrætuepli í íþróttum en færa má rök fyrir því að stærri vandamál sem hafa töluvert meiri áhrif á íþróttir kvenna verðskuldi fremur athygli. Launamunur kynjanna, munur á æfingaaðstöðu, kynjamunur á sýnileika og munurinn á tækifærum til íþróttaiðkunar milli kynja sem sýnir sig víða um heim. Það má að minnsta kosti vona að það mektarfólk sem lætur sig nú varða ætlað misrétti innan íþrótta kvenna verði jafn ötulir talsmenn jafnréttis milli íþrótta karla og kvenna. Ólympíuleikar 2024 í París Utan vallar Box Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Eðlilega hreyfði það við mörgum þegar hin ítalska Angela Carini fór grátandi úr hringnum eftir tap fyrir hinni alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í gær. Líklega bjuggust þó fáir við umræðunni sem átti eftir að skapast í kjölfarið. Áhrifamiklir einstaklingar á við Elon Musk, J.K. Rowling, Logan Paul og Richard Dawkins fóru mikinn á samfélagsmiðlum og fordæmdu það að „karlmanninum“ Khelif hafi verið hleypt í hringinn í kvennaíþrótt á stærsta sviðinu. Tíst þeirra Musk og Rowling í gær.Skjáskot/Samsett Þær fullyrðingar eiga við engin rök að styðjast. Margur greip þær hins vegar á lofti og skyndilega var hálfur heimurinn orðinn sérfræðingur í litningafræðum og viss um að þarna væri karlmaður á ferðinni. Upplýsingaóreiðan algjör og degi seinna er enn um það rifist á samfélagsmiðlum hvort konan Imane Khelif sé trans kona eða hreinlega karlmaður. Kynjapróf sem enginn veit hvernig fór fram Umræðan byggir að stórum hluta á málflutningi hins umdeilda Umar Kremlev hjá Alþjóðahnefaleikasambandinu, IBA, sem setti hina alsírsku Khelif í bann á síðasta ári þar sem hún var ekki talin standast kröfur kynjaprófs. Leynd liggur yfir því kynjaprófi. IBA hefur staðfest að testósterón magn Khelif var ekki mælt. Heldur hafi hún gengist undir annarskonar próf. En í hverju það próf felst segir IBA trúnaðarmál. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta, bæði þegar kemur að fjármálum og siðferðislegum álitamálum. Mikil kergja hefur verið í hnefaleikaheiminum undanfarin ár og var nýju alþjóðlegu sambandi, World Boxing, komið á laggirnar í apríl á þessu ári. Alþjóðaólympíunefndin, IOC, sá ástæðu til þess að senda frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins en þar er kýrskýrt að Imane Khelif standist öll próf til að mega taka þátt í leikunum í París. Þá var hnýtt hressilega í IBA í sömu yfirlýsingu. Tvíhyggjan veldur vandræðum IOC hefur áður sætt gagnrýni fyrir andstæða nálgun að kynjamálum. Mál hlaupakonunnar og Ólympíumeistarans Caster Semenya er alþekkt, en sú hefur ekki mátt keppa á alþjóðasviðinu um árabil vegna hás testósterónmagns. Íþróttahreyfingunni er að stærstum hluta skipt í karla- og kvennagreinar og sú tvíhyggja gerir því gjarnan erfitt fyrir að finna fólki sem fellur utan hefðbundinna kyneinkenna sinn stað. Flókin málefni intersex fólks, samspil litninga XX og XY og fjölbreytileiki samsetningar slíkra litninga sem ákvarða kyn verða ekki rakin hér. Ljóst er þó að tvíhyggja íþróttaheimsins (karlar og konur) skapar vandamál fyrir fólk sem fæðist utan þess sem kalla má hefðbundna skilgreiningu á karli og konu. Sú umræða á rétt á sér á grundvelli sanngirni, heilinda keppninnar og öryggis keppenda. Þegar lygin fer á flug Ljóst er þó að umræðan er á kolröngum stað þegar kona sem stenst öll viðurkennd próf er úthrópuð sem karlmaður og því varpað fram að karlmenn séu að berja konur á Ólympíuleikunum. Logan Paul kveðst hafa mögulega hlaupið á sig en hann stendur á sínu gagnvart trans fólki í íþróttum.Skjáskot/Twitter Nú, þegar áhrifafólk líkt og Musk og Rowling lét sig íþróttir kvenna loksins varða, voru það úthrópanir á fölskum grundvelli um jafnræði í keppni. Vegna meints óréttlætis sem var alls ekki til staðar. Logan Paul sá að sér og viðurkenndi í morgun að hann hefði dreift ósannindum. Kynjamál verða áfram þrætuepli í íþróttum en færa má rök fyrir því að stærri vandamál sem hafa töluvert meiri áhrif á íþróttir kvenna verðskuldi fremur athygli. Launamunur kynjanna, munur á æfingaaðstöðu, kynjamunur á sýnileika og munurinn á tækifærum til íþróttaiðkunar milli kynja sem sýnir sig víða um heim. Það má að minnsta kosti vona að það mektarfólk sem lætur sig nú varða ætlað misrétti innan íþrótta kvenna verði jafn ötulir talsmenn jafnréttis milli íþrótta karla og kvenna.
Ólympíuleikar 2024 í París Utan vallar Box Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira