Alves var handtekinn í ársbyrjun 2023 fyrir að hafa nauðgað konu á skemmtistað á gamlárskvöldi og dæmdur ári síðar.
Nú öðru ári síðar hefur dómurinn verið ógildur eftir áfrýjun sem sagði að upprunalegi dómurinn hafi innihaldið „fjölda staðreyndavillna, eyður í atburðarásinni, ónákvæmar upplýsingar og mótsagnir.“
Hann var leikmaður Pumas UNAM í Mexíkó þegar hann var handtekinn en samningi hans við félagið var rift strax í kjölfarið.

Alves er einn sigursælasti leikmaður sögunnar eftir tíma sinn hjá Sevilla, Barcelona, Juventus, PSG og með brasilíska landsliðinu.
Ekki hefur verið gefið út hvort hann hyggist halda áfram að spila fótbolta en Alves er orðinn 41 árs gamall.