Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 14:31 Frá ólympíuþorpinu sem er að finna í París. Vísir/Getty „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira