„Ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 12:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun þurfa að skipuleggja sig vel næstu vikur því margir menn eru frá vegna meiðsla. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn hafa sýnt fagmannlega frammistöðu í 2-0 sigrinum gegn Egnatia í gær og telur þá eiga mjög góðan möguleika á sigri í næstu umferð gegn Flora Tallinn frá Eistlandi. „Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira