„Ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 12:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun þurfa að skipuleggja sig vel næstu vikur því margir menn eru frá vegna meiðsla. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn hafa sýnt fagmannlega frammistöðu í 2-0 sigrinum gegn Egnatia í gær og telur þá eiga mjög góðan möguleika á sigri í næstu umferð gegn Flora Tallinn frá Eistlandi. „Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira