Halla fann efnið í New York Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 14:30 Halla við komu á Bessastaði þar sem hún hélt sitt fyrsta Bessastaðateiti. vísir/rax Halla Tómasdóttir kom að máli við Björgu Ingadóttur fatahönnuð í byrjun júní í því skyni að fá Björgu til að hanna kjóla fyrir innsetningarathöfn sína. Svo fór að Björg hannaði tvo kjóla fyrir daginn, en Halla fann efnið í annan þeirra í New York. Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“ Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“
Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira